Mandi var stofnað árið 2011 og er fjölskyldufyrirtæki, sem rekið er af hjónunum Hlal Jarah og Iwonu Sochacka. Mandi hefur alla tíð verið í sögufrægu húsi í Veltusundi 3b. Markmið Mandi er að bjóða Íslendingum upp á alvöru sýrlenskan mat á sanngjörnu verði.
Vegna mikillar eftirspurnar þá ákvað Mandi að bjóða upp á veisluþjónustu. Afmæli, fermingar og brúðkaup eru dæmi um tilefni þar sem matur frá Mandi er tilvalinn kostur. Ef þið hafið áhuga eða spurningar endilega sendið okkur skilaboð.
Fyrirtæki sem vilja versla við Mandi í hádeginu stendur til boða að sækja matinn eða að fá hann sendan. Ef þið hafið áhuga eða spurningar endilega sendið okkur skilaboð.
Mandi hefur verið tekið opnum örmum hér á Íslandi og fyrir það erum við einstaklega þakklát.