Mandi
Vörur
Í gegnum áranna rás höfum við fengið fjöldamargar beiðnir frá viðskiptavinum okkar um að eiga kost á því að nálgast okkar vörur.
Við höfum því þróað vörulínu undanfarin misseri og má þar helst nefna okkar sívinsæla Mandi Hummus, en í dag þá framleiðum við þrjár bragðtegundir af Mandi hummus.
Einnig framleiðum við tvær bragðtegundir af frosnu Mandi falafel, vinsælu Mandi sósurnar okkar, frosnar pizzur, falafel duft, Mandi hrísgrjón og kryddlínu sem samanstendur af fimm tegundum.
MANDI FROSIÐ FALAFEL
Við framleiðum tvær tegundir af handgerðu frosnu falafel. Þarf aðeins að hita í örfáar mínutur í ofni, air fryer örbylgjuofni eða á pönnu. Falafel Jalapeño er með smá "kick" og Original bollurnar er einnig ótrúlega bragðgott.
Tilvalið í salatið, á vefjuna, á pizzuna eða bara með Mandi sósunum.
500gr
MANDI SÓSUR
Það þekkja flestir Mandi sósurnar, þær koma í tveimur bragðtegundum. Hvíta sósan er frábær á vefjuna, með fisk, á pizzuna eða bara sem dýfa með snakkinu. Hot sósan okkar er einnig frábær á vefjuna, á hamborgarann, pizzuna, nýðlurnar eða jafnvel pylsuna.
400 ml
MANDI HUMMUS
Einn vinsælasti hummus landsins og ein af okkar vinsælustu vörum. Ótrúlega mjúkur og ferskur handgerður hummus.
Hummus Original er okkar langvinsælasti hummus. Frábær með Mandi snakkinu, falafel bollum eða með gulrótum, gúrkum og/eða papriku.
Hummus með jalapenõ bragði gefur hummusnum smá "spark" og er frábær á bragðið.
Engifer hummusinn er nýjasta bragðtegundin. Gefur hummusnum gott engifer bragð. Ferskur og góður hummus.
130 ml
KRYDDLÍNA MANDI
Við höfum þróað kryddin okkar í neytendavænar umbúðir
Glæný vara frá okkur, nú er hægt að endurskapa einstaka Mandi bragðið á matinn þinn.
- Kjúklinga Shawarma Krydd
- Lamba Shawarma Krydd
- Kartöflukrydd
- Sterkt Kartöflukrydd
- Baharat Seven Spice Krydd
90 gr
MANDI FALAFEL DUFT
Nú er hægt að gera sitt eigið falafel heima.
Þarf aðeins að bæta við vatni og forma bollur og steikja upp úr olíu.
Hentar vel fjölskyldum sem elda saman og gaman fyrir börnin að fá að taka þátt í að móta bollurnar.
Kemur í tveimur bragðtegundum.
Falafel Original
Falafel Jalapeño
350 gr